top of page

Katja og Matjaž

 

Katja Goljat og Matjaž Rušt eru ljósmyndarar frá Ljubljana í Slóveníu. Þau sérhæfa sig í heimildarmyndatökum innan sviðs nútímalistar. Í desember 2018 byrjuðu þau að taka myndir af íbúum Seyðisfjarðar, verkefnið var hluti af sjálfsprottinni listamannadvöl þeirra hjá Ströndin Studio. Í júlí 2021 var tvíeykinu boðið aftur til Seyðisfjarðar til að dýpka tengsl þeirra við íbúana og vinna með Ströndin Studio að Skriðuverkefninu.

 

https://www.katjagoljat.com/

http://www.matjazrust.com/

 

Zuhaitz og Jessica, Ströndin Studio

 

Rannsóknir, samhæfing, skrif og útgáfa Skriðuverkefnisins var í höndum Ströndin Studio, fræðslu- og ljósmyndamiðstöðvar út með Seyðisfirði. Ströndin Studio er samvinnuverkefni ljósmyndarans Jessicu Auer og sagnfræðingsins Zuhaitz Akizu, og þau sérhæfa sig í sögulegum og menningarlegum rannsóknum með hjálp analog myndatöku.

 

https://www.strondinstudio.com/

bottom of page