Katja og Matjaž
Katja Goljat og Matjaž Rušt eru ljósmyndarar frá Ljubljana í Slóveníu. Þau sérhæfa sig í heimildarmyndatökum innan sviðs nútímalistar. Í desember 2018 byrjuðu þau að taka myndir af íbúum Seyðisfjarðar, verkefnið var hluti af sjálfsprottinni listamannadvöl þeirra hjá Ströndin Studio. Í júlí 2021 var tvíeykinu boðið aftur til Seyðisfjarðar til að dýpka tengsl þeirra við íbúana og vinna með Ströndin Studio að Skriðuverkefninu.
Zuhaitz og Jessica, Ströndin Studio
Rannsóknir, samhæfing, skrif og útgáfa Skriðuverkefnisins var í höndum Ströndin Studio, fræðslu- og ljósmyndamiðstöðvar út með Seyðisfirði. Ströndin Studio er samvinnuverkefni ljósmyndarans Jessicu Auer og sagnfræðingsins Zuhaitz Akizu, og þau sérhæfa sig í sögulegum og menningarlegum rannsóknum með hjálp analog myndatöku.